MMhönnun er umbúðasmiðja sem býður upp á hönnun á formi umbúða og grafíska hönnun umbúða fyrir stóra og smáa framleiðendur.
Sérstök áhersla er lögð á þjónustu við litla og meðal stóra framleiðendur, hönnuði, handverksfólk og aðra sem vilja pakka vöru til markaðssetningar í litlu magni.
Okkar sérstaða er framleiðsla á sérsniðnum umbúðum í fáum eintökum.
Það er jafn mikilvægt að vanda pökkun á vöru sem framleidd er í fáum eintökum eins og pökkun á fjöldaframleiddri vöru til að hún fái þá framstillingu og athygli sem hún á skilið. Sölugildi vörunnar eykst við fallegar umbúðir og þær hjálpa til við markaðssetningu vörunnar því hún verður þægilegri í meðförum söluaðila, í flutningi og ekki síst hjá viðskiptavininum.
Umbúðir skipta máli